Mammútar unnu Gimli-bikarinn

Mammútar. Á myndina vantar Ólaf Frey Númason.
Mammútar. Á myndina vantar Ólaf Frey Númason.


Lið Mammúta vann Gimli-bikarinn í krullu 2012, en mótinu lauk í gærkvöldi. Mammútar unnu fjóra leiki af fimm.

Lokaumferð mótsins fór fram í gærkvöldi, en fyrir hana höfðu Mammútar tryggt sér sigur í mótinu. Þeir máttu því við því að tapa lokaleiknum gegn Ice Hunt - og gerðu það reyndar. Úrslit lokaumferðarinnar urðu þau að Ice Hunt sigraði Mammúta, Garpar sigruðu Urtur og Fífurnar sigruðu Skytturnar.

Mammútar unnu mótið þrátt fyrir tapið í lokaumferðinni. Garpar og Ice Hunt urðu jöfn með 3 vinninga, en Garpar fá silfrið vegna sigurs í innbyrðis viðureign þessara liða. Fífurnar og Urtur enduðu með 2 vinninga en Fífurnar raðast ofar vegna sigurs í innbyrðis viðureign.

Lið Mammúta er þannig skipað: Jens Kristinn Gíslason, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Freyr Númason, Ragnar Jón Ragnarsson og Sveinn H. Steingrímsson.

Lokastaðan:

1.  Mammútar   4 vinningar
2. Garpar 3 vinningar
3.  Ice Hunt 3 vinningar
4.  Fífurnar 2 vinningar
5.  Urtur 2 vinningar
6.  Skytturnar 1 vinningur