Mæting í skautahöllina til að taka þátt í maraþoni verður á laugardag klukkan 16:30 og byrjað að skauta á ísnum kl:17:00. Skautamaraþonið stendur í sólarhring!!
Nauðsynlegt er að hafa með sér:
- dýnu/vindsæng
- sængurföt/svefnpoki
- skautagræjur
- föt til skiptanna
- tannbursti/tannkrem
- nesti (opið í eldhús t.d. til að grilla samloku)
- góða skapið!
Foreldrar vinsamlegast skráið ykkur á foreldravaktina þegar þið komið! og endilega aðstoðið börnin við að koma sér fyrir.