Karfan er tóm.
Lokaumferð riðlakeppni Marjomótsins fór fram í kvöld og náðust hrein úrslit í báðum riðlum. Feðgarnir Gísli Jón Kristinsson og Jens Kristinn Gíslason munu leiða saman hesta sína (liðin sín) í úrslitaleik um efsta sæti mótsins, en Víkingar unnu Riddara í lokaleik B-riðils í kvöld og Mammútar sigruðu Garpa. Mammútar og Víkingar fóru því í gegnum riðlana með fullt hús. Þrátt fyrir tapið eru Riddarar í öðru sæti B-riðils og leika gegn Skyttunum um bronsið, en Skytturnar sigruðu Fífurnar í kvöld og enduðu með tvo vinninga eins og Riddarar. Garpar enduðu í þriðja sæti A-riðils og leika gegn Fálkum um 5.-6. sætið, en Fálkar sigruðu Íslenska drauminn í lokaleik sínum í B-riðli. Íslenski draumurinn og Fífurnar eru án sigurs í sínum riðlum og leika um 7.-8. sæti mótsins.
Úrslit kvöldsins:
A-riðill
Garpar - Mammútar 2-7
Fífurnar - Skytturnar 3-8
B-riðill
Riddarar - Víkingar 1-9
Fálkar - Íslenski draumurinn 10-3
Lokastaðan í riðlunum:
A-riðill
1. Mammútar 3-0
2. Skytturnar 2-1
3. Garpar 1-2
4. Fífurnar 0-3
B-riðill
1. Víkingar 3-0
2. Riddarar 2-1
3. Fálkar 1-2
4. Íslenski draumurinn 0-3
Leikir um sæti fara fram mánudaginn 18. apríl, en þó er ekki öruggt að leikurinn um gullið fari fram þá. Frekari fréttir af því síðar.
Leikir um sæti:
Braut 2 - 1.-2. sæti: Mammútar - Víkingar
Braut 3 - 3.-4. sæti: Riddarar - Skytturnar
Braut 4 - 5.-6. sæti: Fálkar - Garpar
Braut 5 - 7.-8. sæti: Íslenski draumurinn - Fálkar
Í þessari upptalningu eru talin upp á eftir þau lið sem náðu betri árangri í skotum að miðju og eiga þau val um síðasta stein. Liðin á undan í upptalningunni leika með dökka steina.