Karfan er tóm.
Eftir gott gengi í gær þar sem Marta María bætti sitt persónulega met í stutta og jafnframt íslenskt met í stúlknaflokki A fyrir stutta prógrammið með 31,81 stig og Ásdís Arna var nálægt sínu besta með 24,45 stig var spennan fyrir frjálsa prógramminu talsverð. Stelpurnar virtust ekki láta spennuna hafa nein áhrif á sig og áttu annan flottan dag í Ólympíu höllinni í Innsbruck.
Marta María stóð sig frábærlega í frjálsa prógramminu í dag. Hún fékk 54,68 stig og hækkaði það hana upp í silfur sætið á leikunum á nýju íslensku meti í stúlknaflokki A 86,49 stigum, hún bætti metið bæði í stutta og frjálsaprógramminu. Ásdís Arna Fen átti líka góðan dag og bætti hún perósnulegt met sitt í frjálsa og fékk hún fyrir það 44,55 stig. Samanlagt fékk Ásdís 69 stig. Hún hækkaði sig upp um 2 sæti frá því í gær og hafnaði hún í 10. sæti.
Til hamingju með frábæran árangur stelpur.
Skíðagöngukrakkarnir stóðu einnig í ströngu, en keppni í sprettgöngu fór fram í dag. Á morgun munu þau svo taka þátt í boðgöngu. Hægt er að fylgjast með lokadegi mótsins á heimasíðu leikanna hér Þau halda svo heim á leið á laugardaginn.