Karfan er tóm.
Marta María Jóhannsdóttir var valin skautakona ársins hjá listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar í gærkvöld en hún fékk afhennt verðlaunin í lok jólasýningar deildarinnar. Marta María er vel að titlinum komin en hún varð Íslandsmeistari í Junior flokki nú á dögunum annað árið í röð og setti einnig stigamet í flokknum. Þetta er annað árið í röð sem Marta er valin skautakona ársins og við óskum henni hjartanlega til hamingju með nafnbótina.
Jólasýning listhlaupadeildarinnar var með veglegra móti í gær en hún var virkilega vel uppsett og skemmtileg en þema sýningarinnar var jólalestin og var saga hennar rakin á sýningunni. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá sýningunni í gærkvöld en upptöku af sýningunni í heild sinni má sjá hér.