Karfan er tóm.
Það var líf og fjör á Barnamóti Greifans í íshokkí í Skautahöllinni nú um helgina þar sem um 150 börn tóku þátt. Aldrei hefur annar eins fjöldi stúlkna tekið þátt í barnamóti í íshokkí á Íslandi og í fyrsta sinn sem tvö kvennalið áttust við í bæði í 5. flokk og 7. flokki. Það hittist einnig svo á að allir þjálfarar liðanna sem og dómarar á leikjunum voru einnig konur. Það má því með sanni segja að mikil gróska sé í íslensku kvennaíshokkí um þessar mundir. Bjarni Helgason náði myndum af þessum sögulegu augnarblikum og verður spennandi að fylgjast með þessum upprennandi íshokkístúlkum á komandi árum.