Mikilvægur sigur á Birninum

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (05.10.2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (05.10.2013)


Framundan er spennandi barátta um deildarmeistaratitilinn í kvennaflokki á milli SA og Bjarnarins. SA sótti þrjú stig suður á laugardaginn.

Björninn komst yfir um miðjan fyrsta leikhluta með marki frá Flosrúnu Vöku Jóhannesdóttur, en Díana Mjöll Björgvinsdóttir jafnaði skömmu síðar fyrir SA. Systir hennar, Silvía Rán, kom SA yfir í upphafi annars leikhluta og bætti svo við sínu öðru marki og þriðja marki SA í upphafi þriðja leikhluta. Karen Þórisdóttir minnkaði muninn í 2-3 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum, en þar við sat og SA sótti sætan sigur í Egilshöllina. Mikilvæg stig sem þarna komu í sarpinn því barátta þessara tveggja liða um deildarmeistaratitilinn á eftir að vera jöfn og spennandi allt til enda ef að líkum lætur. Úrslitin: Björninn - SA 2-3 (1-1, 0-1, 1-1).

Mörk/stoðsendingar
Björninn
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/0
Karen Þórisdóttir 1/0
Alda Kravec 0/2
Varin skot: 32
Refsimínútur: 10

SA
Silvía Rán Björgvinsdóttir 2/0
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 1/1
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 0/1
Varin skot: 21
Refsimínútur: 4

Bein atvikalýsing (ÍHÍ)

Næsti leikur SA verður á heimavelli laugardaginn 23. nóvember þegar lið SR kemur í heimsókn.