Miklar framfarir í yngstu flokkunum (með myndum)

Mynd: Arngrímur Arngrímsson
Mynd: Arngrímur Arngrímsson


Um liðna helgi kepptu um 40 krakkar úr 5., 6. og 7. flokki SA á Barnamóti SR og stóðu sig með prýði. Framundan er síðasta innanfélagsmót vetrarins, lokahóf og svo Vormótið í maí.

Myndasafn - Arngrímur Arngrímsson sendi okkur nokkrar myndir frá mótinu.

Pistill sem Sarah Smiley sendi fréttaritara:

Það voru færri en venjulega sem skráðu sig í þessa ferð, aðeins 40 krakkar. Það hlýtur að hafa verið mikið um að vera á Akureyri. Við fórum með fimm lið í Laugardalinn, 5A, 5B, 6A, 6B og 7. flk. Áður en að helginn kom heltust um fimm úr lestinni vegna flensu og við vorum því með heldur fámenn lið.

Bæði 5A og 5B spiluðu mjög gott hokkí um helgina. A-liðið sýndi að það hefur tekið framförum í vetur varðandi óeigingirni í spilinu, láta pökkinn ganga vel á öllum svæðum á svellinu, sendu frá kylfu í kylfu og margir leikmenn áttu þátt í mörkunum. B-liðið sýndi miklar framfarir í staðsetningum og sendinum, allir leikmenn liðsins skoruðu að minnsta kosti eitt mark um helgina.

6A-liðið sýndi okkur að þau hafa öll þróað hæfileika sína í vetur. Mest áberandi var betri stjórn á pökknum og leikmenn sýndu getu til að skýla pökknum, . protect the puck, deke, pass... senda og skjóta mun betur en í september.

Í 6B og 7. Flokki voru að mestu leyti leikmenn sem eru á sínu fyrsta ári í hokkíinu. Krakkarnir sýndu frábærar framfarir í að keppa, skauta og fara með pökkinn. Þessi lið komu verst út varðandi veikindi eða meiðsli leikmanna og krakkarnir spiluðu því mikið um helgina. Þau stóðu sig öll frábærlega og spiluðu með hjartanu fyrir SA!

Þessar keppnisferðir geta aldrei tekist vel án frábærs framlags fararstjóra, liðsstjóra og allra foreldranna sem koma með og hjálpa til. Ég held að allir hafi skemmt sér frábærlega og við hlökkum til næstu ferðar haustið 2013.

Innanfélagsmót, lokahóf og Vormót framundan
Um komandi helgi verður síðasta innanfélagsmótið á þessum vetri. Eftir keppni á sunnudeginum verður lokahóf kl. 13-15 við Skautahöllina. Foreldrafélagið sér um að grilla pylsur og afhentar verða viðurkenningar eftir veturinn.

Vormótið 2013 hefst síðan sunnudaginn 5. maí!