Námskeið ÍSS - Petter Gutter

Stjórn ÍSS, hefur ákvðið að bjóða eftirtöldum skauturum að taka þátt í námskeið hjá Peter Gutter í Reykjavík dagan 10-14. apríl næstkomand:

  • Afrekshóp ÍSS 1
  • Afrekshóp ÍSS 2
  • A-skautara eldri (Senior, Junior, Novice)
  • A-skautara yngri (12A, 10A og 8A)
  • B-skautara yngri (10B og 8B)

Þeim sem boðið er að taka þátt frá Listhlaupadeild SA eru:

Sigrún Lind SigurðardóttirJunior
Helga JóhannsdóttirNovice
Ingibjörg BragadóttirNovice
Telma EiðsdóttirNovice
Birta Rún Jóhannsdóttir12 ára og yngri A
Elva Hrund Árnadóttir12 ára og yngri A
Kolbrún Egedía Sævarsdóttir12 ára og yngri A
Urður Ylfa Arnarsdóttir12 ára og yngri A
Guðrún Brynjólfsdóttir10 ára og yngri A
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir10 ára og yngri A
Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir8 ára og yngri A

Hrafnhildur Lára Hrafnsdóttir10 ára og yngri B
Hrafnkatla Unnarsdóttir10 ára og yngri B
Katrín Birna Vignirsdóttir10 ára og yngri B
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir8 ára og yngri B

Afrekshópar ÍSS greiða ekki þátttökugjald. Námskeiðsgjald fyrir aðra skautara er 5.000.- Þá er yfirþjálfara, þjálfara og aðstoðarþjálfara, sem hafa lokið a.m.k. sérgreinahluta ÍSS 1A boðið að mæta, taka virkan þátt og fylgjast með. Ekkert gjald er fyrir þjálfara.

Peter Gutter, er þekktur um allan skautaheiminn m.a. fyrir færni sína í að kenna píróettur. Einn af þekktari skauturum sem hann kennir er Stephan Lambiel, svissneskur skautari sem hefur unnið til verðlauna m.a. á HM og EM.

Námskeiðið hefst á fimmtudagsmorgni 10 apríl kl:8:00 og lýkur í hádegi mánudaginn 14. apríl. Það er ekki oft sem Íslendingar fá tækifæri til að fá svo sérhæfðan þjálfara til landsins og er það von ÍSS og Helgu yfirþjálfara SA að sem flestum sem stendur til boða að taka þátt, geti það. Ekki verður tekið við skráningum eftir 5. apríl 2008.

Auk ístíma með Peter Gutter, verða í boði upphitunaræfingar, teygjur, afísæfingar, fyrirlestrar og DVD myndir m.a. frá EM 2008. Endanleg dagskrá verður ekki til fyrr en í apríl.