Karfan er tóm.
Kvennalandsliðið í íshokkí vann fyrsta leik sinn á HM 2. deild B sem fram fór í gær. Mæta Slóvenum í kvöld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mætti á leikinn og varð "Gunnlaugsdóttir" um stund.
Markalaust var í fyrsta leikhluta, en þær Sarah Smiley og Anna Sonja Ágústsdóttir skoruðu fyrir íslenska liðið í öðrum leikhluta. Þær tyrknesku náðu að jafna í þriðja leikhluta. Það var síðan Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir úr Birninum sem tryggði sigurinn tæpum tíu mínútum fyrir leikslok. Linda Brá Sveinsdóttir var valin besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum.
Íslenska liðið hafði yfirhöndina í leiknum, átti t.d. 38 skot á mark á móti 14 skotum frá þeim tyrknesku, enda var markvörður Tyrkjanna valinn besti leikmaður liðsins í leiknum.
Mörk/stoðsendingar
Anna Sonja Ágústsdóttir 1/0
Sarah Smiley 1/0
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 1/0
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 0/2
Bergþóra Heiðbjört Bergþórsdóttir 0/1
Guðrún Marín Viðarsdóttir 0/1
Lilja Sigfúsdóttir 0/1
Refsimínútur: 16
Varin skot: 12
Leikskýrslan - Heimasíða mótsins
Annar leikur liðsins verður gegn Slóvenum kl. 20.00 í kvöld. Allir leikirnir fara fram í Skautahöllinni í Laugardal.
Ítarleg umfjöllun er á mbl.is um leikinn, ásamt viðtölum við nokkrar úr íslenska liðinu.
Á mynd Elvars Freys Pálssonar hér að neðan eru bestu leikmenn liðanna, ásamt áhorfanda leiksins.