NIAC-hokkímótið haldið í þriðja sinn


Dagana 17. og 18. maí - föstudag og laugardag - fer fram NIAC-hokkímótið, eða Northern Icelandic Adventure Cup, í Skautahöllinni á Akureyri. Þrjú íslensk lið og tvö kanadísk taka þátt í mótinu.

Fyrsti leikur hefst kl. 19.10 föstudagskvöldið 17. maí, en þá mætast Akureyrarliðin tvö sem taka þátt í mótinu. Spilað verður til kl. 22 á föstudagskvöldinu, en keppni hefst aftur kl. 9.00 á laugardagsmorgni og stendur til 11.40. Þá verður gert hlé þar til síðdegis og hefst keppni aftur kl. 16.00. Áætlað er fram fari All-Star leikur kl. 19.40-20.40, en lokahóf verður síðan á Örkinni hans Nóa í Hafnarstræti 22 kl. 21.30.

NIAC-mótið er nú haldið í þriðja sinn eftir tveggja ára hlé. Mótið var fyrst haldið 2009 og svo aftur 2010, en tilurð mótsins má rekja til þess að þessi ár var ekki haldið Heimsmeistaramót þannig að eitthvað þurfti að gera til að leikmenn hér á landi fengju verðug verkefni.

Leikjadagskrá (pdf-skjal)