Karfan er tóm.
Ætlunin er að gera átak í því að nýta google-viðburðadagatalið og viðburðaskráningu í gegnum fréttakerfi heimasíðunnar til að minnka líkur á árekstrum eða skörun á nýtingu Skautahallarinnar og þeirrar aðstöðu sem þar er.
Tengill er á viðburðadagatalið í valmyndinni til vinstri á forsíðu sasport.is. Auk þess er sérstök viðburðaskráning í fréttakerfi heimasíðunnar þar sem hægt er að tengja frétt sem skrifuð er við dagatal og þá birtist viðkomandi viðburður í dálki til hægri á síðunni.
Til þess að þessi viðburðaskráning verði markvissari og marktækari eru því allir þjálfarar og stjórnir deildanna hvött til að láta umsjónarmann heimasíðunnar og starfsmann í höllinni vita þegar einhver viðburður er á döfinni, til dæmis ef ætlunin er að funda (panta fundarsalinn), vera með innheimtudag, skráningardag, hvers kyns uppákomur, mót og leiki. Þannig ættu allir sem þurfa að nýta sér aðstöðuna í höllinni, hvort sem um er að ræða svellið, fundarherbergið eða annað, að geta leitað upplýsinga á viðburðadagatalinu - og vonandi að geta treyst því að t.d. fundarsalurinn sé laus ef ekki er skráður viðburður þar.