Karfan er tóm.
Því miður veldur mætingin í Nýársmótið enn vonbrigðum, aðeins náðist í fjögur lið í næstsíðustu umferðinni sem fram fór í kvöld. Aðeins mættu þó liðsmenn úr þremur liðum, Görpum, Fífunum og Mammútum. Mammútarnir mættu allir fimm og skiptu sér niður í tvö lið ásamt einum liðsmanni Garpa og drógust þessi lið saman annars vegar og svo Garpar og Fífurnar hins vegar.
Úrslit kvöldsins urðu þau að Garpar unnu Fífurnar 12-2 og lið skipað Mammútunum Ólafi Númasyni og Jóni Inga Sigurðssyni ásamt Gunnari H. Jóhannessyni úr Görpunum sigraði lið skipað þremur Mammútum, þeim Haraldi Ingólfssyni, Jens Gíslasyni og Sveini H. Steingrímssyni, lokatölur 7-4.
Þetta þýðir að Ólafur Hreinsson trónir enn á toppnum, meðalskor hans er 30,67 stig.
Lokaumferð mótsins fer fram mánudagskvöldið 24. janúar.