Karfan er tóm.
Víkingar áttu ekki í neinum vandræðum með Húna í fyrri leik dagsins í Skautahöllinni á Akureyri í gær. Úrslit: Víkingar – Húnar 8-1 (4-0, 3-0, 1-1).
Víkingar gáfu tónin strax í upphafi leiksins og voru komnir í 2-0 eftir fjórar mínútur. Þeir bættu svo við tveimur mörkum í fyrsta leikhlutanum og unnu annan leikhlutann 3-0. Bæði liðin skoruðu síðan eitt mark í lokalotunni.
Mörk/stoðsendingar
Víkingar
Andri Freyr Sverrisson 3/1
Jóhann Már Leifsson 2/1
Gunnar Darri Sigurðsson 1/1
Björn Már Jakobsson 1/0
Sigurður Reynisson 1/0
Ben DiMarco 0/4
Ingvar Þór Jónsson 0/2
Orri Blöndal 0/1
Refsimínútur: 24
Varin skot: 18
Húnar
Hjalti Jóhannsson 1/0
Falur Guðnason 0/1
Viktor Ólafsson 0/1
Refsimínútur: 26
Varin skot: 23
Leikskýrslan (ÍHÍ)
Næsti leikur í meistaraflokki karla verður laugardaginn 12. október kl. 18.30, en þá fara Jötnar suður og mæta Fálkum í Skautahöllinni í Laugardal. Næsti leikur Víkinga er viku síðar þegar þeir mæta SR, einnig í Laugardalnum.