Óvenjuleg upphitun í Ástralíu

Þarna vantar ekki hestöflin
Þarna vantar ekki hestöflin
Eins og flestir lesendur SA síðunnar vita þá er íslenska karlalandsliðið í Ástralíu að keppa á heimsmeistaramótinu.  Fyrir fyrsta leik liðsins á dögunum gegn Nýja Sjálandi bilaði íshefillinn á miðjum ís þegar hann var að fara síðustu umferð eftir upphitun.  Af þessu hlaust 90 mín töf þar sem mótshaldarar og starfsmenn skautahallarinnar voru úrræða og glórulausir gagnvart vandanum.  Það var ekki fyrr en íslensku leikmennirnir drifu sig inn á ísinn og ýttu ferlíkinu út úr húsi sem hlutirnir fóru að gerast.  Hlutu þeir mikið lof fyrir vaska framgöngu.