Karfan er tóm.
Laugardaginn 17 okt. næstkomandi mun S.A. fá S.R. í heimsókn. Þetta mun vera fyrsti heimaleikurinn gegn S.R. síðan í úrslitunum í fyrra. S.A. lagði S.R. á heimavelli fyrir stuttu 2-4 og voru menn sammála um það að S.A. hefði ekki spilað af fullri getu hvað svosem það segjir...
VS
Mikill hugur er í S.A. mönnum og gríðarleg tilhlökkun fyrir þennan leik. S.A. menn munu samt spila án tveggja sterka leikmanna en Josh Gribben er staddur í Kanada um þessar mundir og aðalmarkmaður liðsins Ómar Smári Skúlason verður ekki á landinu. En í stað Ómars verður enginn aukvissi en það er herra Sæmundur Leifsson aðal-vara-markmaður liðsins sem er líklegur til alls, markamaður sem að ef hrekkur í gang þá er hann óstöðvandi... Einsog fyrr sagði þá verður spilandi þjálfari liðsins Josh Gribben ekki með í leiknum en fyrirliðinn Jón Benedikt Gíslason sem glímir við meiðsli mun stjórna liðinu og honum til halds og traust verður aðalliðstjóri liðsins...Leibbi.
S.R.- ingar munu eflaust mæta kokhraustir og borubrattir eftir nauman sigur á bjarnarmönnum á þriðjudagskvöldið þar sem landinn segjir að bjarnarmenn hefðu klárlega átt að vinna. Við hvetjum alla akureyringa að mæta og styðja sitt lið leikurinn hefst stundvíslega klukkan 17:30. Aðaldómari leiksins verður Andri Magnússon og línuverðirnir Dúi Ólafsson og Leonard Jóhannsson. Strax á eftir leikinn mun 3 flokkur einnig etja kappi við S.R. og hvetjum við alla að fylgjast með ungum og upprennandi stjörnum. ÁFRAM S.A.!!!!