SA - Björninn - 6-2 (1-1, 3-1, 2-0) - ÍSLANDSMEISTARAR!!!

Íslandsmeistarar 2012. Myndir: Elvar Freyr Pálsson
Íslandsmeistarar 2012. Myndir: Elvar Freyr Pálsson


Þriðji leikur í úrslitaeinvígi SA og Bjarnarins á Íslandsmótinu í meistaraflokki kvenna. Bein textalýsing.

Mörk/stoðsendingtar
SA:
Diljá Sif Björgvinsdóttir 3/1
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/0
Elise Marie Väljaots 0/1
Sarah Smiley 1/1
Linda Brá Sveinsdóttir 0/1
Guðrún Blöndal 1/0
Varin skot: 17 
Refsingar: 10 mín.

Björninn:
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 2/0
Steinunn Sigurgeirsdóttir 0/2
Varin skot: 36
Refsingar: 6 mín.

Leiktíminn er að renna út - SA er að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

58:48 mín.: Refsing á Björninn, Nr. 83, Bergþóra Jónsdóttir, hooking, 2 mín.

Karitas komin aftur í markið hjá Birninum.

Eftir leikhléið brá þjálfari Bjarnarins á það ráð að taka markmanninn úr markinu og fjölga þannig útileikmönnum til að freista þess að ná að auka sóknarþungann og skora mörk. 

Rúmar fjórar mínútur eftir af leiknum og Björninn tekur leikhlé. Vonir gestanna fara dvínandi með hverri mínútunni, enda er lið SA beittara í öllum sóknaraðgerðum og hættulegri upp við mark andstæðinganna. Fjögurra marka forysta hlýtur að duga SA þeger fjórar mínútur eru eftir - annað væri stórslys.

55:00 mín.: Refsing á SA, nr. 15, Silja Rún Gunnlaugsdóttir, slashing, 2 mín.

53:27 mín.: Refsing á Björninn, nr. 7, Lilja María Sigfúsdóttir, hooking, 2 mín.

Þrátt fyrir þrjár refsingar í röð á SA náðu gestirnir ekki að auka sóknarþungann. Leikmenn SA börðust og pressuðu og Björninn náði ekki að stilla upp í sókn þrátt fyrir liðsmuninn.

49.54 mín.: Refsing á SA, nr. 15, Silja Rún Gunnlaugsdóttir, slasing, 2 mín.

47.44 mín.: Refsing á SA, nr. 13, Guðrún Blöndal, 2 mín.

43.39 mín.: Refsing á SA, nr. 14, Diljá Sif Björgvinsdóttir, 2 mín.

43.12 mín.: MARK!!! 6-2. Nr. 13, Guðrún Blöndal skorar af harðfylgi eftir að Karitas hafði varið skot frá leikmanni SA. Guðrún var upp við markið, hirti frákastið og skoraði. Lið SA er að taka leikinn endanlega í sínar hendur og allt stefnir í að bikarinn fari á loft í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld.

40.19 mín.: MARK!!! 5-2. Nr. 14, Diljá Sif Björgvinsdóttir skorar enn og aftur. SA komst í skyndisókn, tvær á móti tveimur og Diljá var róleg og örugg, náði að stýra pökknum framhjá Karitas í marki Bjarnarins. Diljá komin með þrjú mörk og eina stoðsendingu og enn næstum allur þriðji leikhluti eftir.

Þriðji leikhluti hafinn - er SA 20 mínútum frá því að hampa Íslandsmeistaratitilnum eða tekst Birninum að draga einhver tromp fram úr erminni og snúa leiknum við?

Það er áfram spenna í leiknum þrátt fyrir að SA hafi verið skrefinu á undan og haldið forystunni. Þær hafa sótt meira, en bæði lið fengu ágætis færi í öðrum leikhluta. Björninn átti meðal annars skot í stöng.

33.15 mín.: MARK!!! 4-2. Nr. 9 Sarah Smiley skorar, stoðsending frá nr. 14, Diljá Sif Björgvinsdóttur. SA ekki lengi að svara fyrir sig og auka muninn aftur í tvö mörk.

31.22 mín.: Mark. 3-2. Nr. 17, Flosrún Vaka Jóhannesdóttir minnkar muninn fyrir Björninn, stoðsending frá nr. 5, Steinunni Sigurgeirsdóttur. Markið komað eins fimmtán sekúndum eftir að leikmaður SA var sendur í boxið. 

31.07 mín.: Refsing á SA, 15 Silja Rún Gunnlaugsdóttir, cross-checking, 2 mín.

29.55 mín. Mark!!! 3-1. Nr. 17, Silvía Rán Björgvinsdóttir skorar þriðja mark SA. Systurnar allsráðandi í markaskorun fyrir SA í dag.

26.42 mín. MARK!!! 2-1. Nr. 14, Diljá Sif Björgvinsdóttir, stoðsending frá Söruh Smiley og Lindu Brá Sveinsdóttur. 

Mark SA kom eftir flotta og hraða sókn. Þær unnu pökkinn í vörninni, Diljá Sif sendi pökkinn fram á Söruh sem sendi hann síðan aftur á Diljá til vinstri og hún átti gott skot og kom pökknum í netið. Vel að þessari sókn staðið hjá SA.

Lið SA hefur sótt mun meira í öðrum leikhluta. Fjórar mínútur liðnar og heimaliðið tví- eða þrívegis nálægt því að skora. 

Kl. 17.52 - Annar leikhluti hafinn.

...

Fyrsta leikhluta lokið. Staðan 1-1. Lið SA hefur verið betri aðilinn í leiknum og verið meira með pökkinn. Nokkur færi litu dagsins ljós og einu sinni dansaði pökkurinn eftir línunni á marki Bjarnarins en fór ekki innfyrir. Björninn jafnaði alveg í lok fyrsta leikhluta - að því er virtist fyrir klaufaskap hjá liði SA. En það eru mörkin sem telja - áfram spennandi leikur og nóg eftir.

18.45 mín.: Mark. 1-1, nr. 17, Flosrún Vaka Jóhannesdóttir, stoðsending nr. 5, Steinunn Sigurgeirsdóttir.

11.50 mín.: Refsing á SA, holding, nr. 5 Birna Baldursdóttir, 2 mín.

07:25 mín.: MARK!!! 1-0. Nr. 14, Diljá Sif Björgvinsdóttir skorar, stoðsending frá nr. 7 Elise Marie Väljaots og nr. 9 Sarah Smiley. 

Bæði lið búin að fá refsingu einu sinni - en ekki nýttist það andstæðingunum.

02.58 mín.: Refsing á SA, hooking, nr. 20, Sólveig Gærdbo Smáradóttir, 2 mín.

00.50 mín.: Refsing á Björninn, of margar á ís, nr. 12, Sigríður Finnbogadóttir tekur út refsinguna, 2 mín.

Liðin:
SA: Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir (M), Íris Hafberg (M), Eva María Karvelsdóttir, Arndís Sigurðardóttir, Guðrún Blöndal, Solveig Gærdbo Smáradóttur, Linda Brá Sveinsdóttir, Anna Sonja Ágústsdóttir, Guðrún Marín Viðarsdóttir, Silvía Rán Björgvinsdóttir, Sarah Smiley, Diljá Sif Björgvinsdóttir, Þorbjörg Eva Geirsdóttir, Védís Áslaug Valdemarsdóttir, Jónína Guðbjartsdóttir, Silja Rún Gunnlaugsdóttir, Birna Baldursdóttir, Leena-Kaisa Viitanen, Elise Marie Väljaots, Thelma María Guðmundsdóttir, Jóhanna Sigurbjörg Ólafsdóttir.

Björninn: Karitas Sif Halldórsdóttir (M), Lena Rós Arnarsdóttir, Lilja María Sigfúsdóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Steinunn Sigurgeirsdóttir, Flosrún Vaka Jóhannesdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Sigrún Sigmundsdóttir, Karen Ósk Þórisdóttir. Sigríður Finnbogadóttir, Kristín Ingadóttir, Sóley Jóhannesdóttir, Anna Birna Guðlaugsdóttir, Maríana Pálmey Birgisdóttir, Lísa Lind Ólafsdóttir, Regína Ósk Garðarsdóttir, Snædís Kristjánsdóttir. 

...

17:08 Leikur hafinn.

Stutt í að leikur hefjist. Verið að kynna liðin.