SA - Björninn - bein lýsing - 8-1 (leik lokið)

56.53 mín.: 10 mínútna persónulegur dómur á Birnu Baldursdóttur. Dómari dæmdi réttilega rangstöðu á SA, en Birna heyrði ekki í flautunni og skaut að marki. Fær fyrir það 10 mínútna persónulegan dóm og kemur því ekki meira við sögu í þessum leik.

51:58 mín.: 8-1 Sigríður Finnbogadóttir skorar, Harpa Dögg Kjartansdóttir með stoðsendingu.

51.09 mín.: 8-0 Linda Brá Sveinsdóttir, stoðsending frá Guðrúnu Blöndal og Védísi Áslaugu Valdemarsdóttur.

49:57 mín.: 7-0 Sarah Smiley skorar, stoðsending frá Sunnu Björgvinsdóttur og Arndísi Sigurðardóttur.

48:27 mín.: 6-0 Diljá Sif Björgvinsdóttir án stoðsendingar.

46.06 mín.: 5-0 Sarah Smiley skorar, stoðsending frá Silvíu Rán Björgvinsdóttur og Sunnu Björgvinsdóttur (sem eru ekki systur).

Þrátt fyrir að SA sé með fjögurra marka forystu verður að segjast að þær hafa oft spilað betur en í kvöld.

40.43 mín.:4-0 Birna Baldursdóttir skorar, stoðsending frá Védísi Áslaugu Valdemarsdóttur og Guðrúnu Blöndal.

38.01 mín.: 3-0 Linda Brá Sveinsdóttir skorar án stoðsendingar.

Framkvæmdastjóri SA og faðir Guðrúnar Viðarsdóttur sem spilar í Finnlandi er með beina útsendingu til dóttur sinnar í gegnum flotta símann sinn.

33.54 mín.: Refsing á leikmann Bjarnarins nr. 43, Sigrúnu Sigmundsdóttur, 2 mínútur fyrir tripping.

32:30 mín.: Björninn í dauðafæri.

30:37 mín.: Birna lauk refsingunni og komst strax í dauðafæri en brenndi af.

28.37 mín.: Refsing á SA, of margar á ís, Birna Baldursdóttir nr. 5 kemur í boxið.

27:14 mín.: Enn er heldur fátt um færi, en SA-stelpur sækja þó nokkuð stíft að marki Bjarnarins þessa stundina.

Björninn náði ekki að nýta sér að spila einni fleiri, Guðrún Blöndal lauk refsingu, staðan enn 2-0.

21.21 mín.: Fyrsta refsingin í leiknum, SA nr. 13, Guðrún Blöndal, 2 mínútur fyrir hooking.

Kl. 20.47: Annar leikhluti hafinn.

12:24 mín.: 2-0 Védís Áslaug Valdemarsdóttir skorar, stoðsending Sarah Smiley og Solveig Gærdbo Smáradóttir. Védís náði að koma pökknum framhjá markverði Bjarnarins úr þröngri stöðu. Fyrsta markið hefur væntanlega létt aðeins á heimaliðinu, stressið farið og nú er tækifæri fyrir bæði lið að bæta spilið.

11:57 mín.: 1-0 Thelma María Guðmundsdóttir skorar, stoðsending frá Önnu Sonju Ágústsdóttur.

SA hefur sótt ívið meira fram að þessu - og það endar með marki.

10 mínútur liðnar: Varla komið marktækifæri enn sem komið er í leiknum. Kominn tími á að hrista af sér stressið. Leikurinn hefur gengið án stopps í tíu mínútur.

Fyrsti leikhluti nær hálfnaður og eitthvert stress virðist í leikmönnum, það hlýtur að fara að hverfa hvað úr hverju.

Kl. 20.08: Leikur hafinn. Þetta er alvöru leikur með þjóðsöng og öllu.

Leikmenn
SA:
Guðlaug Ingibjörg Þorsteindóttir (markv.), Anna Sonja Ágústsdóttir, Hrund Thorlacius, Sarah Smiley, Solveig Gærdbo Smáradóttir, Diljá Sif Björgvinsdóttir, Jónína Guðbjartsdóttir, Arndís Sigurðardóttir, Thelma María Guðmundsdóttir, Guðrún Blöndal, Birna Baldursdóttir, Védís Áslaug Valdemarsdóttir, Silvía Rán Björgvinsdóttir, Katrín Ryan, Silja Rún Gunnlaugsdóttir, Linda Brá Sveinsdóttir, Sunna Björgvinsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Elise Marie Väljeots, Kristín Björg Jónsdóttir.
Þjálfari: Lars Foder. Aðstoðarþjálfari: Hulda Sigurðardóttir. Liðsstjóri: Íris Hafberg.

Björninn: Anna Birna Guðlaugsdóttir (markv.), Arna Rúnarsdóttir (markv.), Lilja María Sigfúsdóttir, Sóley Jóhannesdóttir, Steinunn Sigurgeirsdóttir, Harpa Dögg Kjartansdóttir, Ingibjörg Guðríður Hjartardóttir, Kristín Ingadóttir, Sigríður Finnbogadóttir, Sigrún Sigmundsdóttir, Stefanía Kristín, Lísa Ólafsdóttir, Elva Hjálmarsdóttir, Snædís Mjöll Kristjánsdóttir, Karen Ósk Þórisdóttir.
Þjálfari: Richard Tahtinen. Liðsstjórar: Hilda Allansdóttir, Jovana Alkalj.

Dómari: Orri Sigmarsson
Línudómarar: Veigar Árni Jónsson og Hilmar Freyr Leifsson.