Karfan er tóm.
Það var Sólveig Smáradóttir sem opnaði markareikning kvöldsins í 1. lotu með góðu marki eftir laglegt gegnumbrot. Fleiri urðu mörkin ekki í 1. lotu, en í 2. lotu jafnaði Hanna Rut Heimisdóttir leikinn með langskoti sem markmaður SA reiknaði ekki með. Guðrún Blöndal náði forystunni aftur fyrir SA með bakhandaskoti eftir baráttu í kringum teiginn eftir sendingu frá Birnu Baldursdóttur. Bjarnarstúlkur voru þó ekki á því að gefast upp og jöfnuðu leikinn aftur eftir mikla baráttu við mark SA þar sem varnarmenn og einhverjir sóknarmenn ákváðu að taka sér hlutverk áhorfenda frekar en leikmanna. Jöfnunarmarkið átti Hanna Rut Heimsdóttir. Ekki urðu mörkin fleiri í lotunni sem Björninn sigraði 2 - 1 og því leikurinn gal-opinn og spennandi þegar 3. lota hófst.
Leikmenn beggja liða hertu á sér í síðustu lotunni og hart var barist á báða bóga. Sarah Smiley gerði línubreytingar og tók sjálf centerstöðu í 1. línu og skoraði skömmu síðar sigurmarkið, 3 - 2. Það var svo Guðrún Blöndal sem innsiglaði sigurinn og skoraði 4. og síðasta mark SA með aðstoð Önnu Sonju Ágústsdóttur. Liðin mætast svo aftur í kvöld kl. 18:00.
Mörk SA: Guðrún Blöndal 2/0, Sólveig Smáradóttir 1/0, Sarah Smiley 1/0, Birna Baldursdóttir 0/1, Anna Sonja Ágústsdóttir 0/1.
Mörk Bjarnarins: Hanna Rut Heimisdóttir 2/0.
Dómari leiksins var Andri Magnússon og á línunni voru Dúi og Lenni