Karfan er tóm.
SA liðin Víkinga, Ynjur og Ásynjur spiluðu öll leiki um helgina sem unnust allir með heildarmarkatölunni 70-4. SA Víkingar unnu Björninn í Hertz-deild karla 5-0 á laugardagskvöldið í Skautahöllinni á Akureyri og Ynjur fylgdu svo eftir með 16-3 sigri á kvennaliðið Bjarnarins. Ásynjur spiluðu tvíhöfða við SR syðra og unnu leikina 25-1 og 25-0.
SA Víkingar náðu með sigrinum að jafna Björninn að stigum þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir í deildinni svo baráttan um lausa sætið í úrslitakeppninni verður hörð í ár. Mörk Víkinga skoruðu þeir Jussi Sipponen (3) og Ingvar Jónasson (2). SA Víkingar mæta Birninum aftur þriðjudaginn 21. febrúar kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri.
Það var lítið í húfi fyrir Ynjur í leik helgarinnar en liðið er í öðru sæti deildarinnar og getur ekki náð Ásynjum að stigum. Liðið undirbýr sig nú fyrir úrslitakeppnina en á einn leik eftir í deildinni gegn SR syðra þriðjudaginn 21. febrúar. Mörk liðsins skoruðu um helgina: Silvía Björgvinsdóttir 5, Sunna Björgvinsdóttir 5, Berglind Leifsdóttir 3, Kolbrún Garðarsdóttir 2, Teresa Snorradóttir 1.
Ásynjur áttu í litlum vandræðum með lið SR í síðustu leikjum sínum fyrir úrslitekeppnina og sýndu mátt sinn og styrk um helgina. Markaskorarar Ásynja um helgina: Birna Baldursdóttir 16, Arndís Sigurðardóttir 7, Jónína Guðbjartsdóttir 7, Alda Arnarsdóttir 6, Guðrún Viðarsdóttir 5, Eva Karvelsdóttir 4, Guðrún Blöndal 3, Hulda Sigurðardóttir 1, Anna Ágústsdóttir 1.
Myndir frá Elvari Pálssyni úr leik Víkinga hér. Myndir frá Elvari Pálssyni úr leik Ynja hér.