Karfan er tóm.
Fjórar stelpur úr Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar urðu um helgina Íslandsmeistarar í sínum flokkum í listhlaupi, ein fékk silfur og
ein brons.
Árangur SA-stúlkna í einstökum flokkum:Íslandsmótið í listhlaupi á skautum fór fram í Skautahöllinni í Laugardal um helgina og lauk mótinu um hádegisbil í dag. Fjórar stúlkur úr Skautafélagi Akureyrar unnu gullverðlaun í sínum flokki, þær Emilía Rós Ómarsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir, Pálína Höskuldsdóttir og Aldís Kara Bergsdóttir. Rebekka Rós Ómarsdóttir vann silfurverðlaun og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir bronsverðlaun.
Alls voru ellefu keppendur frá SA á mótinu. Öll úrslit og sundurliðaðar einkunnir má finna á úrslitavef mótsins.
Stúlknaflokkur (Advanced Novice)
3. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir 67,09
5. Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir 65,53
6. Sara Júlía Baldvinsdóttir 60,70
7. Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir 55,43
9. Arney Líf Þórhallsdóttir 47,93
12 ára og yngri A
1. Emilía Rós Ómarsdóttir 34,90
8 ára og yngri A
1. Marta María Jóhannsdóttir 27,81
Stúlknaflokkur B
5. Harpa Lind Hjálmarsdóttir 21,64
12 ára og yngri B
1. Pálína Höskuldsdóttir 20,55
10 ára og yngri B
1. Aldís Kara Bergsdóttir 17.39
8 ára og yngri B
2. Rebekka Rós Ómarsdóttir 14,48
Myndirnar með þessari frétt sýna Íslandsmeistarana fjóra, myndirnar tók Ásgrímur Ágústsson á Haustmóti ÍSS sem fram fór á Akureyri nýlega.