Karfan er tóm.
SA Ynjur mættu Bjarnarstelpum í tvígang um helgina og töpuðu fyrri leiknum 1-2 en unnu góðann sigur í þeim seinni lokatölur 5-0. Lið SA í 2. flokki spilaði einnig tvo leiki við Björninn og töpuðu fyrri leiknum 6-9 en unnu þann seinni 8-2.
Liðin sem spiluðu um helgina í kvennaflokki voru vel skipuð en bæði lið nýttu sér lánsmenn úr öðrum liðum líkt og reglurnar í ár kveða á um. Bjarnarstelpur byrjuðu leikinn á laugardag af krafti og sóttu stíft alla fyrstu lotuna. Elise Valjaots í marki Ynja varði mjög vel en fyrst lotann endaði 0-0. Fyrsta mark leiksins skoruðu Bjarnarstúlkur í byrjun annarar lotu en þar var að verki Védís Áslaugardóttir en Ynjur voru aðeins þrjár á svellinu eftir að hafa fengið tvo dóma með stuttu millibili. Ynjur lentu í töluverðum vandræðum með refsidóma það sem eftir lifði leiks en þær fengu ellefu tveggja mínútna dóma og spiluðu fimm sinnum með 3 leikmenn gegn 5. Þegar 10. mínútur lifðu leiks náðu Ynjur að jafna metin með marki frá Lindu Brá Sveinsdóttur. Stuttu síðar misstu Ynjur tvo leikmenn af velli og Bjarnarstúlkur nýttu liðsmuninn og skoruðu sigurmarkið en markið skoraði Sigrún Sigmarsdóttir. Bjarnarstúlkur voru vel að sigrinum komnar en þær voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiks og Karítas var örugg í marki þeirra.
Ynjur mættu tvíefldar í síðari leikinn á sunnudagsmorgun en það var í raun ótrúlegt að sjá viðsnúningin í leik þeirra. Ynjur voru sterkari aðilinn allann leikinn og áttu margar fallegar sóknir og samspilið var gott. Fyrsta mark leiksins skoruðu Ynjur um miðja fyrstu lotu með marki frá Guðrúni Viðarsdóttur. Næsta mark lét bíða eftir sér en það kom eftir um 35. mínútna leik en þá skoraði Kolbrún Garðarsdóttir fallegt mark upp á sitt einsdæmi eins og henni einni er líkt. Aðeins mínútu síðar skoraði Jónína Guðbjartsóttir og staðann orðin 3-0 Ynjum í vil. Bjarnarstúlkur lentu í refsivandræðum á þessum kafla og voru einum færri nánast það sem eftir lifði leiks. Guðrún Viðarsóttir bætti við tveimur góðum mörkum áður yfir lauk og fullkomnaði þrennuna sína og Ynjur sigruðu með 5 mörkum gegn engu.
2. flokkur spilaði einnig tvo hörku leiki við Bjarnarmenn um helgina en bæði lið mættu með flesta af sínum sterkustu leikmönnum. Leikurinn á laugardag var bráðfjörugur en liðin skiptust á að skora og ná forystunni allt fram í miðja 3. lotu. Þá má segja að botninn hafi dottið úr leik okkar manna en Björninn reið á vaðið og skoruðu 4 síðustu mörkin eftir að SA hafi verið með 6-5 forystu en leiknum lauk með þriggja marka sigri Bjarnarins, 9-6. Ingþór Árnason var öflugur í leiknum og skoraði 3 mörk fyrir SA en þeir Heiðar Krisveigarson, Kristján Árnason og Einar Kristján Grant skoruðu eitt mark hver um sig.
Strákarnir spiluðu mun öflugri vörn á sunnudagsmorgun. SA skoraði fyrst mark leiksins en Bjarnarmenn jöfnuðu um hæl og allt leit út fyrir að leikurinn myndi spilast líkt og sá fyrri. SA strákar voru þó ekki á þeim buxunum en Heiðar Krisveigarsson kom SA aftur yfir snemma leiks og Egill Birgisson jók svo forystuna í 3-1 áður en fyrsta lotan kláraðist. SA skoraði 4 mörk í annari lotu gegn aðeins einu marki Bjarnarins og staðan orðin 7-2. Heiðar Krisveigarson skoraði svo eina mark þriðju lotunnar en það var hans 4 mark í leiknum. Sigurður Þorsteinsson skoraði tvö mörk í leiknum og þeir Egill Birgisson og Ingþór Árnason sitt hvort markið.