SA-stelpur aftur á svellið á morgun


SA-stelpurnar Hrafnhildur Ósk og Elísabet Ingibjörg fara aftur á svellið á morgun, laugardag, þegar keppt verður í frjálsu prógrammi. 

Eftir fyrri dag (short program) er Hrafnhildur Ósk í 17. sæti og Elísabet Ingibjörg í 18. sæti. Þær halda áfram keppni á morgun, laugardaginn 2. febrúar. Keppni í stúlknaflokki (Advanced Novice) hefst kl. 13.20 og stendur til um það bil 16.15. Hrafnhildur verður fyrst á svellið í frjálsa prógramminu og Elísabet Ingibjörg verður fjórða.

Á úrslitasíðu mótsins má sjá sundurliðaðan árangur og röðina eftir stutta prógrammið.

Fylgjast má með keppninni í beinni útsendingu á netinu í gegnum heimasíðu Skautasambandsins - sjá hér.

Myndir frá mótinu (á vef ÍSS).

Með Fréttatímanum þessa vikuna er innblað sem gefið er út af Skautasambandi Íslands þar sem fjallað er um Norðurlandamótið. Þar er meðal annars skemmtileg mynd af íslensku keppendunum og stutt spjall við stelpurnar.