Karfan er tóm.
SA stúlkur byrjuðu betur í kvöld gegn RVK í Egilshöll, enda ákveðnar í að tapa ekki öðrum leik, en þær töpuðu í vítakeppni í fyrsta leik deildarinnar fyrir nokkrum vikum. Þær sigruðu örugglega í leiknum, 2-7. Þær komust yfir strax á annarri mínútu þegar Teresa skoraði efitr stoðsendingu frá Ingu Rakel. Jónína bætti svo öðru marki við á 12. mínútu með stoðsendingu frá Sólveigu.
SA héldu forystunni í annarri lotu og voru áfram betri en Reykjavíkurstúlkur. Berglind fékk 2+10 mínútna dóm í upphafi lotunnar en var ekki nema rétt komin inn á aftur þegar hún skoraði þriðja mark SA stúlkna með stoðsendingu frá Önnu Sonju. RVK náðu að minnka muninn stuttu síðar þegar SA var leikmanni færri en Anna Sonja skoraði svo fjórða mark norðanstúlkna á 36. mínútu með stoðsendingu frá Jónínu.
Í þriðju lotu héldu þær uppteknum hætti og bættu við þremur mörkum gegn einu frá Reykjavíkurstúlkum. Þar voru ungu stúlkurnar fremstar í flokki með Gunnborgu í fararbroddi en hún skoraði tvö mörk, annað með stoðsendingu frá Maríu og hitt frá Elínu. Lokamarkið átti svo Hilma með stoðsendingu frá reynsluboltunum Söruh og Önnu Sonju.
Leikurinn hefði örugglega getað verið betri en upp úr stendur hve blanda nýliða og reynslubolta vinnur vel saman í liði SA. Þær hafa margar yfirgefið liðið og spila nú í Svíþjóð, en þær nýju koma í staðinn og fylla skörðin. Liðin eigast svo við aftur í fyrramálið í Egilshöll klukkan 9:30.
Mörk (stoðsendingar) SA: Gunnborg 2, Anna Sonja 1 (2), Teresa 1, Jónína 1 (1), Berglind 1, Hilma 1, Sólveig (1), María (1), Apríl (1), Sarah (1), Inga (1), Elín (1)
Birta varði 29 skot.