SA-stúlkur sigruðu á NIAC-hokkímótinu

Besti varnarmaður mótsins. Mynd: Ási (2013)
Besti varnarmaður mótsins. Mynd: Ási (2013)


Um helgina fór fram NIAC-hokkímót kvenna í Skautahöllinni á Akureyri – Northern Iceland Adventure Cup. Lið skipað ungum hokkístúlkum úr SA bar sigur úr býtum. Tvö erlend lið og þrjú innlend tóku þátt.

Lið SA vann alla leiki sína og stóð því uppi sem sigurvegari. Reykjavíkurliðið, aðallega skipað SR-stúlkum, varð í öðru sæti, en þessi lið mættust í lokaleik mótsins og höfðu þá bæði unnið alla þrjá leiki sína fram að því. Lið SA byrjaði betur, komst í 3-0, en Reykjavíkurstúlkur gáfust ekki upp og náðu að hleypa spennu í leikinn með því að minnka muninn í 3-2. Þá tóku heimastúlkur aftur við sér og lokatölur urðu 5-2.

Annars var það leikgleðin sem réði ríkjum á mótinu, svona yfirleitt, þó svo komið hafi augnablik þar sem baráttan varð meiri og leikgleðin minni.

Úrslit allra leikja:

Valkyrjur - SA   0-7   
Beaver Tails - Ice Bags   3-0   
Reykjavík - Valkyrjur   3-0   
Beaver Teilas - SA   0-2   
Ice Bags - Reykjavík   2-4  
Valkyrjur - Beaver Tails   1-2  
SA - Ice Bags   5-3  
Reykjavík - Beaver Tails   2-0  
Ice Bags - Valkyrjur   4-4 Valkyrjur unnu í vítakeppni
SA - Reykjavík   5-2  

 

Lokastaða:

SA  12 stig
Reykjavík    9 stig
Beaver Tails    6 stig
Valkyrjur    2 stig
Ice Bags    1 stig

 

Eftirtaldir leikmenn hlutu einstaklingsverðlaun mótsins:

Mikilvægasti leikmaður síns liðs (MVP): 
Valkyrjur: #3 Hulda Sigurðardóttir
SA: #43 Ragnhildur Kjartansdóttir
Beaver Tails: #48 Alex Maxwell
Ice Bags: #77 Jenna McEachern
Reykjavik: #16 Vera Sjöfn Ólafsdóttir

Bestu leikmenn í sínum stöðum:
Besti varnarmaður: #3 Hulda Sigurðardóttir, Valkyrja
Besti markvörður: #31 Amanda Carter, Beaver Tails
Besti sóknarmaður: #16 Díana Mjöll Björgvinsdóttir, SA

Ási ljós var tíður getur á leikjum mótsins og vonandi fáum við vel fullt albúm frá honum hér inn á vefinn innan tíðar.