Karfan er tóm.
Íslandsmótið í íshokkí er byrjað og það með hraði. Tímabilið í ár verður stutt sökkum framkvæmda í skautahöllinni hjá okkur á Akureyri en úrslitakeppnin verður leikin í lok febrúar í ár. Af þessum sökum er leikjadagskráin þétt en mótið byrjaði nú einmitt síðasta þriðjudag þegar SA Víkingar heimsóttu Björninn í Egilshöll. Bæði lið hafa misst marga leikmenn fyrir tímabilið í ár en það fór svo að Víkingar sóttu stigin þrjú, lokatölur 5-0.
Lið Víkinga áttti fínan leik og fór það svo að ungu leikmennirnir stóðu uppúr. Róbert Steingrímsson 17 ára markvörður Víkinga var að öðrum ólöstuðum maður leiksins en hann hélt marki sínu hreinu en þetta var aðeins þriðji leikur hans í meistaraflokki. Þá skoraði Heiðar Kristveigarsson mark í sínum fyrsta meistaraflokksleik en hann er á 15 aldursári.
Mörk og stoðsendingar SA
Mörk/stoðsendingar SA:
Jussi Sipponen 1/2
Sigurður Reynisson 1/1
Sigurður S. Sigurðsson 1/0
Heiðar Örn Kristveigarson 1/0
Jón B. Gíslason 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1
Næsti leikur Víkinga fer fram á laugardag en þá koma SR-ingar í heimsókn. Leikurinn hefst kl 16.30 og strax að loknum þeim leik leika Ásynjur við lið SR í Íslandsmóti kvenna.