Síðasta innanfélagsmótið í Vetrarmótaröðinni

Verðlaunahafar. Mynd: Ásgrímur Ágústsson
Verðlaunahafar. Mynd: Ásgrímur Ágústsson


Síðasta innanfélagsmótið í vetrarmótaröð hokkídeildarinnar fór fram um helgina og úrslitin eru ljós eftir spennandi leiki.

Deild 3, 4, 5A
Appelsínugulir enduðu í efsta sætinu með 11 stig, Grænir náðu 10 stigum og Svartir þremur.

Einstaklingsverðlaun:
Stígahæsti leikmaður mótsins: Heiðar Örn Kristveigarsson og Sigurður Freyr Þorsteinsson, báðir með sjö stig.
Mikilvægustu leikmenn:
Svartir: Kolbrún María Garðarsdóttir
Grænir: Sigurður Freyr Þorsteinsson
Appelsínugulir: Jakob Ernfelt Jóhannsson

Deild 5B, 6
Appelsínugulir enduðu í efsta sætinu með 11 stig, Grænir komu næstir með sjö stig og þá svartir með sex stig.
Dagur Freyr Jónasson var stigahæstur fyrir Svarta liðið með fimm mörk.
Arnar Helgi Kristjánsson var stigahæstur hjá Appelsínugulum með fimm mörk.
Leonard Birgir Stefánsson og Heiðar Gauti Jóhannsson voru báðir með fjögur mörk fyrir Græna.

Deild 6B og 7 flk.
Þessir krakkar enduðu mótið með spennandi leikjum og mörg þeirra skoruðu mikið af mörkum.

Nú tekur við hlé frá æfingum 29. apríl til og með 4. maí vegna undirbúnings og keppni á krullumótinu Ice Cup. Að hléinu loknu taka svo við æfingar og Vormótið. Nánar verður sagt frá dagskránni í maí fljótlega.