Síðbúin jólahokkímynd

Það er áralangur siður hjá félagsmönnum Skautafélags Akureyrar að spila hokkí á aðfangadag.  Síðasti aðfangadagur var þar engin undantekning.  Þarna ríkir venjulega mikill jólaandi og þarna koma menn saman sem jafnvel hafa ekki spilað saman lengi, þ.e. brottfluttir og jafnvel menn sem eru hættir að spila reglulega.  Á meðfylgjandi mynd má sjá ýmsa kynlega kvisti, t.a.m. var frekar óhollt að hafa svona marga markmenn á ísnum á sama tíma - Ómar og Mike voru í markinu en svo voru Biggi, Sæmi og Ævar frammi.  Þarna má svo einnig sjá Elvar Jónsteinsson sem er alveg hættur að þora að skauta sökum gigtverkja og aukakílóa, Clark McCormick sem kominn er á ellilaun og Héðinn Björnsson sem skipt hefur hokkíkylfunni út fyrir göngugrind og gangráð. Þessi ágæta mynd sem tekin var í síðasta jólahokkí hefur síðan setið föst í myndavélinni þar til nú.  Betra er seint en aldrei... gleðileg jól.