Sigurmark á lokamínútunni

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (05.10.2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (05.10.2013)


Víkingar sigruðu SR, 3-2, í háspennuleik í mfl. karla í gærkvöldi þar sem Ben DiMarco skoraði þriðja mark heimamanna þegar 26 sekúndur voru eftir af leiknum.

Það voru gestirnir sem komust yfir um miðjan fyrsta leikhluta, en Orri Blöndal jafnaði fimm mínútum síðar. Jóhann Már Leifsson kom Víkingum í 2-1 þegar sjö sekúndur voru eftir af öðrum leikhluta, en snemma í þriðja leikhlutanum jöfnuðu SR-ingar.

Þrátt fyrir margar refsingar á SR-inga í öðrum leikhluta og á Víkinga í þriðja leikhluta létu mörkin standa á sér og bæði lið máttu sætta sig við það ítrekað að ná ekki að skora einum og jafnvel tveimur fleiri.

Lokamínúturnar urðu æsispennandi, en markverðirnir komust fyrir öll skot allt þar til á lokamínútunni. Þá tókst Ben DiMarco að tryggja Víkingum sigurinn þegar aðeins 26 sekúndur voru eftir af leiknum. Þrjú stig í höfn og sárt fyrir gestina að þurfa að fara heim án stiga. Atvikalýsing (af vef ÍHÍ).

Víkingar komust með sigrinum í 19 stig, en Björninn er á toppnum með 23 stig. Bæði lið hafa leikið átta leiki.

Mörk/stoðsendingar
Víkingar
Ben DiMarco 1/1
Jóhann Már Leifsson 1/0
Orri Blöndal 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Ingþór Árnason 0/1
Stefán Hrafnsson 0/1
Refsimínútur: 14 
Varin skot: 22 

SR
Styrmir Friðriksson 1/0
Viktor Örn Svavarsson 1/0
Pétur Maack 0/1
Refsimínútur: 30 
Varin skot: 30 

Næsti leikur Víkinga verður í Egilshöllinni þriðjudagskvöldið 26. nóvember kl. 19.30 þar sem þeir mæta Birninum. Næsti heimaleikur í mfl. karla verður laugardaginn 30. nóvember, en þá koma SR-ingar aftur norður og mæta Jötnum.