Silvía Rán og Sunna til Svíþjóðar


Tvær ungar og efnilegar hokkístelpur, þær Silvía Rán Björgvinsdóttir og Sunna Björgvinsdóttir, héldu í gær til Svíþjóðar til að spila íshokkí.

Stelpurnar taka þátt í íshokkímóti í Nyköping, U-14 World Selects Invite Girls, með blönduðu úrvalsliði. Með þeim í för er Karólína Baldvinsdóttir, móðir Sunnu. Mótið hefst miðvikudaginn 24. apríl og lýkur með úrslitaleikjum laugardaginn 27. apríl.

Silvía Rán og Sunna eru báðar Íslandsmeistarar með 4. flokki í vetur þar sem SA hafði mikla yfirburði og að auki hafa þær báðar leikið með Ynjum og urðu Íslandsmeistarar með meistaraflokki SA í vetur.

Tenglar:
Heimasíða mótsins
Úrslita- og tölfræðisíða

Myndir: Ásgrímur Ágústsson