Karfan er tóm.
Stjórn ÍSS kannar nú hvort grundvöllur sé til þess að halda æfingabúðir í Reykjavík á tímabilinu 1-20. júní. Tekið verður við skráningum til og með 28. febrúar 2009. Sjá nánar á skautasamband.is og þar má finna skráningarblöð.
ATH. Stefnt er á að halda æfingabúðir á Akureyri síðustu 3-4 vikurnar í ágúst - svipað og í fyrra.
Fyrirkomulag ÍSS búðanna yrði sem hér segir:I) Æfingabúðir fyrir A og B keppendur:
Iðkendur í A og B keppnisflokkum er boðið að taka þátt í 1, 2 eða 3 vikur undir handleiðslu
erlendra og innlendra þjálfara.
Innifalið á námsskeiðinu: 3 ístímar á dag, afís, teygjur, dans, fræðsla og fyrirlestrar en einnig
yrði iðkendum séð fyrir fullri heitri máltíð í hádegi hvern virkan dag. Iðkendur þurfa að hafa
með sér nesti fyrir kaffitíma og laugardaga.
Dagskrá búðanna yrði frá 8:00 til 17:00/18:00 virka daga auk þess sem stutt dagskrá væri á
laugardögum og frí á sunnudögum.
Skipting í hópa fer eftir fjölda þátttakenda, aldri og keppnisflokki.
*Þeir sem taka þátt í 3 vikur fá 15% afslátt af þriðju vikunni.
**Systkynaafsláttur er 20%.
II) Æfingabúðir fyrir C keppendur og byrjendur
Iðkendur í C flokkum og byrjendum í íþróttinni er boðið að taka þátt í 1 eða 2 vikur undir
handleiðslu íslenskra þjálfara sem eru með viðurkenningu frá ÍSS.
Dagskráin stendur frá 9 til 13 mánudag til föstudags vikurnar 8-12 júní og 15-19 júní að
17. júní undanskildum. Raðað verður í hópa eftir aldri og getu.
Gjald fyrir fyrri viku er 10.000 en fyrir þá síðari 8.500. Innifalið er gæsla milli 8:30 - 9:00 og
kl 13:00-13:30. Innifalið er: 1 ístími, afístími, leikir, spuni og fræðsla.
**Systkynaafsláttur er 20%.
Ath. þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti.
Vika 1. 8-13 júní 10.000,-**
Vika 2. 15-20 júní 8.500,-** Frí 17. júní
-ef iðkandi tekur þátt báðar vikurnar er veittur 5% afsláttur af gjaldi.
Vika 1. 1- 6 júní 30.000.-**
Vika 2. 8-13 júní 30.000.-**
Vika 3. 15-20 júní 30.000.-* og **
III) Samhæfður Skautadans – Synchro æfingarbúðir:
Dagskrá fyrir iðkendur í samhæfðum skautadansi verður eftir kl 17:00/18:00 – 22:15 mánud.
– föstudags. Keyrt verður á 2 hópum og er hvor hópur 2 tíma á ís og afístíma (upphitun/
teygjur) Auk tíma um helgar fyrir prógröm fyrir hvern flokk, sem er þó háð því að 18/20
skautarar séu að lágmarki í hverjum flokki.
Um æfingar sér erlendur þjálfari í samhæfðum skautadansi auk aðstoðar íslenskra þjálfara.
***Samvinnuverkefni ISU og ÍSÍ frá því á árinu 2008 til uppbyggingar á samhæfðum
skautadansi á Íslandi skilaði hagnaði, hann verður notaður til að greiða kostnað v/kennslu og
aðstoðar við prógrömm liða um helgar.
Skrá þarf allar upplýsingar á viðeigandi eyðublað (3 mismunandi skráningarblöð,eitt fyrir A og B, eitt fyrir C og eitt fyrir Synchro) og skila til:
sumarbudir@skautasamband.is
Skráning- s taðfesta þarf þátttöku f yrir 1 mars, 2009.
Staðfestingargjald fyrir A og B keppendur er kr. 10.000
Staðfestingargjald fyrir C keppendur og synchro-skautara er: 5000,- kr.
Staðfestingargjöld verða ekki endurgreidd nema gegn læknisvottorði.********Ef ekki verður af sumarbúðunum, vegna ónægrar þátttöku, verður
staðfestingargjaldið að sjálfsögðu endurgreitt. Ef þátttaka fer fram úr okkar björtustuvonum þá verður raðað inn í æfingabúðirnar eftir því í hvaða röð skráningar berast til ÍSS og
sett á biðlista.
N ánari upplýsingar: s umarbudir@skautasamband.is
Vika 1. 1- 7 júní 5.000.-*** Frí mánud. 8 júní
Vika 2. 9-14 júní 5.000,-***
ÍSS getur ekki haldið úti svo stórum búðum nema með þátttökusjálfboðaliða, vinsamlegast láttu ÍSS vita ef þú vilt aðstoða, sendu inn
nafn og símanúmar á: sumarbudir@skautasamband.is
Margar hendur vinna létt verk
Gisting í Egilshöll fyrir skautara frá SA:
Egilshöll býður okkur að bóka í gistingu þar. Nóttin kostar 2000,- kr. á mann, án
morgunmats og hrein sængurföt kosta kr. 300,-.
Egilshöllin sér ekki um þrif á herbergjum, því þarf að hafa foreldri/a með til umsjónar
og þrifum á herbergjum, gefa morgunmat o.fl.
Taka fram á skráningarblaði ef óskað er eftir gistingu fyrir skautara, skrá fjölda, ásamt
nafni og símarnúmeri þess sem verður með umsjón þar.
Staðfestingargjald þarf að leggja inná reikning ÍSS:
Skautasamband Íslands
Kt. 560695-2339
Landsbanki Íslands
Reikningur:111 – 26 – 122344
Skrá nafn og kennitölu iðkenda í skýringu með hverri greiðslu !
Senda afrit af kvittunn á sumarbudir@skautasamband.is eða: ÍSS, Engjavegi 6, 104 Reykjavík2. mars 2009, mun niðurstaða liggja fyrir um það hvort af ÍSS æfingabúðunum verður eða
ekki. Tilkynning um stöðu mála og nánara fyrirkomulag verður sent til formanna félaganna
og birt á heimasíðu ÍSS þar um.
Stjórn ÍSS