Karfan er tóm.
Skautafélag Akureyrar og allar deildir innan þess fengu í kvöld afhent viðurkenningarskjöl um endurnýjun fyrirmyndarfélags ÍSÍ. Formaður Skautafélagsins og formenn deilda tóku á móti skjölunum á Áramótamóti krulludeildarinnar úr hendi Viðars Sigurjónssonar umsjónarmanni verkefnisins.
Skautafélag Akureyar fékk fyrst viðurkenningu ÍSÍ um að vera fyrirmyndarfélag ÍSÍ árið 2007 á 70 ára afmæli félagsins en þáverandi formaður félagsins, Leena Kaisa Viitanen betur þekkt sem Mimmi, tók á móti viðurkenningunni. Mimmi átti mikinn heiður að þessari viðurkenningu þar sem hún dró vagninn í gríðarlega mikilli vinnu sem allar deildir félagsins tóku þátt í til þess að ná þessum merka áfanga. Áður en félagið gat uppfyllt þær kröfur sem ÍSÍ setur fyrir útnefningu fyrirmyndarfélags þurfti að endurskoða allt innra starf Skautafélagsins og búin til heilmikil handbók sem kemur að hornsteinum félagsins; barna- og unglingastarfi, menntun þjálfara og forvarnastarfi. Í inngangi hanbókarinnar segir meðal annars: „Meginmarkmiðið er þó að byggja upp traust og samkeppnishæft íþróttafélag, með vel skipulagðri innri starfsemi og samræmdum vinnubrögðum og markmiðum deilda“. Handbók þessa má finna á heimasíðu félagsins en hún er fróðleg lesning fyrir alla félagsmenn en ekki síst stjórnarmenn og þjálfara félagsins sem ættu í það minnsta að lesa hana yfir á hverju nýju ári.
Á myndinni aftari röð frá hægri: Viðar Sigurjónsson, Ólafur Hreinsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Ólöf Björk Sigurðardóttir, Sigurður Sveinn Sigurðsson, Jón Benedikt Gíslason.
Fánaberar: Helga Viðarsdóttirog Sölvi Sigurðsson.