Karfan er tóm.
KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins þann 1. desember síðastaliðinn og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 90. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Úthlutað var tæplega 24,7 milljónum króna til 60 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.
Skautafélag Akureyrar fékk veglegan styrk úr sjóðnum í ár og einnig skautakona ársins hjá listskautadeild, Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir, úr sjóði ungra afreksmanna. Skautafélag Akureyrar þakkar KEA kærlega fyrir framlagið og stuðning við menningar og samfélagsverkefnin.