Áheitaskautun Listskautadeildar SA 2024

Föstudaginn 16. ágúst var langþráður dagur runninn upp hjá iðkendum listskautadeildinni, eftir
nokkurra ára hlé var komið að áheitaskautun/maraþonskautun. Ákveðið var að stunda æfingar
jafnt á ís og af ís frá því klukkan átta að morgni og til klukkan átján að kvöldi.
Æfingarnar gengu vel og voru þjálfarar virkjaðir með í að halda æfingunum gangandi líkt og alla
aðra daga, en auk þess héldu elstu skautararnir okkar utan um leikjaæfingar afís á milli tarna
hjá þjálfurunum okkar.
Dagskránni lauk svo með pizzuveislu og skemmtilegri samveru iðkenda og foreldra sem stóð
fram eftir kvöldi. Að lokum gistu iðkendur svo í höllinni undir vökulum augum vaskra foreldra.
Áheitasöfnunin gekk vonum framar og hafa þegar safnast 373.500 krónur. Það munar svo
sannarlega um minna í rekstrinum á litlu deildinni okkar.
Við í stjórn LSA þökkum öllum sem komu að því að gera daginn eins eftirminnilegan og hann
reyndist. Iðkendum, foreldrum/forráðamönnum styrktaraðilum og þeim sem gáfu veitingar til að
halda orku á tanki skautaranna.