Karfan er tóm.
Nú eru aðeins nokkrir dagar í styrktarmót Sparisjóðs Norðlendinga sem er laugardaginn 12. nóvember. Flokkarnir sem keppa á mótinu eru: M, 1, 2, 3. hvítur og 3. svartur.
4. flokkur verður með sýningu og eru þeir iðkendur beðnir að koma í einhverju fínu t.d. stúlkur í pilsi/kjól (ekki of þröngu) og bol að ofan (má alveg vera langerma), einnig geta þær sem eiga komið í skautakjól. Drengir eru beðnir að koma í fínni buxum (ekki gallabuxum) bol eða skyrtu að ofan.
Mæting allra keppenda er kl: 7:45. Mæting fyrir 4. flokk er kl: 9:00.
Foreldrafélagið mun verða með bangsa og blómasölu, einnig selja þær kaffi og með því. Allir þátttakendur á mótinu jafnt sýnendur sem keppendur fá viðurkenningu, þess vegna er áríðandi að engin fari heim fyrr en að móti loknu sem verður í seinasta lagi um kl: 13:00
Kveðja Kristín K