Starfið hafið af miklum krafti

Á skautum á pollinum
Á skautum á pollinum
Nú í haustbyrjun er starfið í Skautahöllinni komið í eðlegar skorður og starfsemnin komin á fullt jafnt hjá deildum félagsins sem og Skautahöllinni.  Æfingar félagsins hófust um mánaðamótin sem og almenningstímar.  Deildirnar hafa verið að kynna sitt starf, gengið hefur verið í skóla og bæklingum dreift.  Nýskráningar ganga vel og blikur eru á lofti um blómlegan vetur.  Mótin fara senn að hefjast hjá deildum en nú um helgina verður Asetamót hjá mfl karla í íshokkí í Reykjavík sem er helgarmót ætlað til að koma mönnum í gang fyrir veturinn.  Um aðra helgi verður innanfélagsmót fyrir A og B keppendur hér í Skautahöllinni og svo í lok mánaðarins eða 27. september hefst Akureyrarmót hjá krulludeild.

Skautahallirnar þrjár á landinu eru þétt setnar í allan vetur og hver ístími er vel nýttur.  Frá ágústbyrjun og fram í maílok er hver einasta helgi skipulögð fyrir leiki, sýningar, keppnir og mót.  Það er orðið tímabært að fjölga Skautahöllum svo íþróttirnar geti vaxið og dafnað enn frekar.

 Á meðfylgjandi mynd, sem fengin var að láni úr hinni merku bók "Saga Skautafélags Akureyrar 1937 - 1997" má sjá hóp fólks á skautum á Pollinum fyrir neðan Samkomuhúsið.  Myndin er tekin á 4. áratugnum sjálfsagt um svipaðar mundir og Skautafélagið var stofnað.  Á þessum árum var engin skortur á skautasvellum.