Karfan er tóm.
Þessa dagana er mikið pælt og skrafað um möguleika félaganna þriggja til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í annari viku marsmánaðar komandi.
Tilfellið er að þó mogginn sé nánast búinn að afskrifa SA-Víkinga þá er staðan alls ekki svo klippt og skorin. Staðan nú er þannig að Björninn er með 29 stig og á eftir 2 leiki, annan við eigið B-lið og hinn við SR og á því möguleika á 35 stigum. SR er með 26 stig og á eftir 5 leiki, sinn hvorn við Húna og Jötna, 1 við Björninn og 2 við Víkinga og eiga því möguleika á 41 stigi. Víkingar eru með 23 stig og eiga eftir 4 leiki, einn við eigið B-lið, 1 við Húna og 2 við SR og eiga því möguleika á 35 stigum eins og Björninn. Sjá töflu;
Lið | Leikir | Unnið | Jafntefli | Tapað | Auka | Stig | |||||
Bjö | 14 | 9 | 2 | 3 | 0 | 29 | hún>32 | SR>35 | |||
Vík | 12 | 7 | 1 | 4 | 1 | 23 | jöt>26 | hún>29 | sr>32 | sr>35 | |
SR | 11 | 7 | 3 | 1 | 2 | 26 | hún>29 | jot>32 | bjö>35 | vík>38 | vík>41 |
Jöt | 13 | 2 | 2 | 9 | 1 | 9 | |||||
Hún | 12 | 2 | 0 | 10 | 0 | 6 |
Á þessu sést að einhverja niðurstöðu má kanski telja líklegri en aðra, en allt er enn galopið „og eins og maðurinn
sagði“ þá eiga allir sína góðu daga og sína slæmu daga þannig að góðu fréttirnar fyrir aðdáendur
norðlensks hokkís eru þær að Víkingar eru samkvæmt statistikkinni búnir með sína slæmu daga og eiga þá góðu
inni og það ásamt því að Víkingar eru frægir fyrir endasprettina þegar mest á reynir samanber úrslitinn í vor,
þá er niðurstaða þessara vangaveltna sú að leikurinn næsta þriðjudag á milli Bjarnarins og SR mun skera úr um hvort liðið
fer með SA-Víkingum í Úrslitin. ÁFRAM SA......((((((O;