Sumarnámskeið SA hefjast á morgun

Sumarnámskeið Skautafélags Akureyrar hefjast á morgun þriðjudaginn 4. ágúst. Námskeiðin eru bæði fyrir iðkenndur listhlaups og íshokkí og standa yfir í 3 vikur. Skráning er enþá opin en hægt er að skrá sig á námskeiðin í íshokkí í gegnum Nora hér: https://iba.felog.is/ en í listhlaup með því að senda póst á formadur@listhlaup.is.

Upplýsingar um námskeiðin:

Íshokkí - 4-7. águst, 10-14. águst og 17-19. águst. Skráning á https://iba.felog.is/ - skráning á öll námskeiðin í einu fara í gegnum skilaboð til Söruh Smiley hockeysmiley@gmail.com.

Hópur 1 (yngri) - fyrir börn fædd ’09-’14 – 8:00-13:00
Hópur 1 (eldri) - fyrir börn fædd ’05-’08 – 12:00-17:30
Á öllum námskeiðum fara leikmenn daglega 2x á svellið, 1x afís æfingar og einnig fræðslustund, kylfu- og skotæfingar.
Þjálfarar á námskeiðunum verða Sarah Smiley sem aðalþjálfari í hóp 1. Í hóp 2 mun Sarah, Jón Gíslason og Haffi sjá um æfingarnar ásamt Jóhann Már Leifsson, Silvía Björgvinsdóttir og Richard Tahtinen.