Sumaræfingar hefjast!

Sumaræfingar eru nú að hefjast hjá Helgu Margréti og Audrey Freyju. Þessar æfingar verða út júlí fyrir alla keppnisiðkendur LSA. Bendum á að þeir sem ekki taka þátt í æfingabúðum LSA eru að sjálfsögðu velkomnir og að æfingarnar eru ókeypis fyrir alla. Ath! foreldrar þið megið líka koma :)

 

Hæ hæ allir! Jæja, þá er komið að því að fara að hittast og koma sér í gírinn fyrir sumaræfingabúðirnar og næsta skautatímabil :) Við vonum að sumarfríið hafi verið frábært og að þið hafið náð að hvíla ykkur sem og að skemmta ykkur. Við munum byrja nokkuð ört að hreyfa okkur strax. Æfingarnar verða settar upp nokkra daga fram í tímann en við viljum benda öllum á að það verður að kíkja á annað hvort facebook síðuna eða sasport helst daglega því tímarnir gætu breyst út af vinnu hjá okkur báðum. Við ætlum að byrja á föstudaginn, þ.e. 3. júlí. Mæting kl. 18 á planinu hjá skautahöllinni. Við munum taka smá skokk fyrsta daginn, smá hopp og stökk og enda á teygjuæfingum. Við verðum búin kl. 19. Munið að mæta í góðum skóm og góðum teygjanlegum íþróttafötum með vatnsbrúsa. Við setjum upp frekara æfingaplan á FB síðuna og á sasport! Þið sem komið á hjólum PLÍS komið með hjálm, það er mikið um framkvæmdir á götunum þarna í kring og svo er það náttúrulega líka bara rosalega flott ;) Hlökkum til að sjá ykkur. Kveðja, Helga Margrét og Audrey Freyja