Sunna með þrjú mörk í sigri á SR

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (05.10.2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (05.10.2013)


SA sigraði SR í mfl. kvenna í gærkvöldi, 7-4. Sunna Björgvinsdóttir skoraði þrjú mörk og SA er eitt á toppi deildarinnar.

Eins og í fyrri leik dagsins voru það gestirnir sem komust yfir, en það stóð reyndar ekki lengi því 26 sekúndum síðar jafnaði Kristín Björg Jónsdóttir fyrir SA. Sunna Björgvinsdóttir fylgdi því síðan eftir með tveimur mörkum á fjórtándu mínútu leiksins. Reyndar var það SA-leikmaðurinn Diljá Sif Björgvinsdóttir sem kom gestunum yfir í byrjun, en hún var lánuð til gestanna í þessum leik.

Diljá var síðan aftur á ferðinni þegar hún minnkaði muninn í 3-2 í öðrum leikhluta, en Silvía Rán, systir hennar, svaraði með marki fyrir SA á sömu mínútunni. Sunna Björgvinsdóttir bætti síðan við sínu þriðja marki og fimmta marki SA áður en Sigríður Finnbogadóttir minnkaði muninn í 5-3 undir lok annars leikhluta.

Silvía Rán var svo aftur á ferðinni í upphafði þriðja leikhluta, Sigríður minnkaði aftur muninn, en lokaorðið átti Védís Áslaug Valdemarsdóttir og lokatölurnar 7-4. Atvikalýsing (á vef ÍHÍ).

Mörk/Stoðsendingar
SA
Sunna Björgvinsdóttir 3/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 2/1
Kristín Björg Jónsdóttir 1/1
Védís Valdemarsdóttir 1/0
Elise Marie Väljaots 0/1
Hrund Thorlacius 0/1
Kristina Seiz 0/1
Linda Brá Sveinsdóttir 0/1
Refsimínútur: 12
Varin skot: 31

SR
Diljá Sif Björgvinsdóttir 2/0
Sigríður Finnbogadóttir 2/0
Karen Ósk Þórisdóttir 0/1
Refsimínútur: 4
Varin skot: 31

SA komst í 15 stig með sigrinum í gærkvöldi og situr eitt á toppnum, en Björninn er skammt undan með 12 stig. Öll liðin hafa leikið sex leiki.

Næsti leikur SA í mfl. kvenna verður laugardaginn 14. desember þegar SR-liðið kemur aftur í heimsókn.