Tap og bikar suður

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (21.12.2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (21.12.2013)


Lið Húna, frá Skautafélaginu Birninum, tryggði sér í gæt Íslandsmeistaratitil B-liða í íshokkí karla með öruggum sigri á Jötnum Skautafélags Akureyrar.

Eftir markalausan fyrsta leikhluta, skoruðu gestirnir tvö mörk í öðrum og þrjú mörk í þriðja leikhluta, án þess að Jötnum tækist að svara. Markskotin voru þó álíka mörg hjá báðum liðum.

Húnar unnu því einvígið 2-0 og fengu þeir afhentan Íslandsmeistarabikar að leik loknum í gærkvöldi. Þar með lýkur Íslandsmótinu í meistaraflokki, en eins og fram hefur komið spilar kvennalandsliðið þessa dagana á HM í Reykjavík. Framundan er svo ferð karlalandsliðsins til Serbíu og U-18 landsliðs karla til Eistlands í apríl.