The Dame Gretzkys sigruðu á NIAC-hokkímótinu

NIAC-hokkímótið fór fram dagana 17.-18. maí. Myndir frá mótinu eru komnar í myndasafn.

Fimm lið tóku þátt í mótinu, tvö frá Akureyri, eitt frá Reykjavík og tvö kanadísk lið. Annað kanadíska liðið, The Dame Gretzkys, vann mótið, en liðið lagði alla andstæðinga sína.

Lokaröðin:

1.  The Dame Gretzkys 

12 stig

1. The Dame Gretzkys 12 stig
2. Reykjavík   9 stig
3. Valkyrjur   5 stig
4. Ynjur   4 stig
5. Ice Caps   0 stig

 

 

 

 

 

 

Markahæsti og jafnframt stigahæsti leikmaður mótsins (ásamt öðrum) var Sandra Marý úr Reykjavíkurliðinu, hún skoraði fjögur mörk, en Susan Bishop úr The Dame Gretzkys var með jafnmörg stig, skoraði þrjú mörk og átti eina stoðsendingu, sem og Erica Boon úr sama liði sem skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar.

Myndasafn frá mótinu - í boði Ásgríms Ágústssonar.