Karfan er tóm.
SA-stelpurnar eru að gera það gott á listhlaupsmóti Reykjavíkurleikanna. Þrenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun eru komin í hús eftir fyrri dag.
Alls taka níu keppendur frá SA þátt í listhlaupsmóti RIG sem fram fer í dag og á morgun. Keppni er nú lokið í þremur flokkum á listhlaupsmóti Reykjavíkurleikanna. Skemmst er frá því að segja að SA-stelpur hafa hirt gullverðlaunin í öllum þremur flokkunum og að auki silfurverðlaun í einum.
Í flokki 10 ára og yngri A sigraði Marta María Jóhannsdóttir og Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir varð í öðru sæti. Í flokki 14 ára og yngri B sigraði Pálína Höskuldsdóttir og í flokki Junior Ladies B sigraði Guðrún Brynjólfsdóttir.
Í þeim flokkum þar sem keppni fer fram báða dagana eru þrjár úr SA. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir er í 3. sæti í Junior Ladies eftir fyrri dag. Í Advanced Novice flokknum er Emilía Rós Ómarsdóttir efst eftir fyrri dag og Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir önnur.
Þegar þetta er skrifað eru einkunnir ekki komnar inn á úrslitasíðu mótsins. Keppninni lýkur á morgun.
Fylgjast má með Reykjavíkurleikunum, listhlaupi og öðrum greinum á hinum ýmsu vefmiðlum: