Karfan er tóm.
Ynjur sigruðu SR með tíu mörkum gegn engu í Laugardalnum í gærkvöldi.
Ynjur tóku forystuna snemma í leiknum og hleyptu SR aldrei inn á markareikninginn. Þrjú mörk litu dagsins ljós í fyrsta leikhluta, síðan tveimur í öðrum leikhluta og tvöfölduðu svo markaskorið í þriðja og síðasta leikhlutanum.
Diljá Sif Björgvinsdóttir var atkvæðamest í markaskorun og stoðsendingum, skoraði tvö og lagði upp þrjú mörk, en alls voru það átta leikmenn sem skoruðu þessi tíu mörk
Mörk/stoðsendingar
SR
Refsingar: 8 mínútur
Ynjur
Diljá Sif Björgvinsdóttir 2/3
Sólveig Smáradóttir 2/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/2
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 1/1
Hrund Thorlacius 1/0
Sunna Björgvinsdóttir 1/0
Kristín Björgvinsdóttir 1/0
Védís Áslaug Valdimarsdóttir 1/0
Thelma María Guðmundsdóttir 0/2
Refsingar: 6 mínútur
Upplýsingarnar í þessari frétt eru fengnar úr umfjöllun á vef ÍHÍ um leikinn.
Ynjur leika lokaleik sinn í deildarkeppninni næstkomandi laugardag, 2. mars, en þá heimsækja þær SR aftur í Laugardalinn.