Tólf frá SA á Íslandsmóti um helgina

Mynd: Ásgrímur Ágústsson
Mynd: Ásgrímur Ágústsson


Íslandsmótið í listhlaupi á skautum fer fram í Egilshöllinni um helgina. Tólfkeppendur frá SA eru skráðir til leiks. Fjórir þeirra unnu til gullverðlauna á mótinu í fyrra.

Alls eru 65 keppendur skráðir til leiks á mótinu, þar af tólf frá SA, en fjórar stúlkur frá SA unnu til gullverðlauna á Íslandsmótinu í fyrra, þær Aldís Kara Bergsdóttir, Emilía Rós Ómarsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir og Pálína Höskuldsdóttir. Þær verða allar með á mótinu í ár.

Upplýsingar um mótið, dagskrá og keppendaröð í hverjum flokki, má sjá á vef Skautasambandsins:
Dagskrá
Keppendalistar

Á sömu síðu og keppendalistana má síðan sjá alla tölfræði og úrslit þegar þar að kemur.

Aðalæfing fer fram á föstudagskvöld, en keppni verður á laugardag og sunnudag. Mótinu lýkur um hádegisbil á sunnudag.