Karfan er tóm.
Í kvöld kl. 19:30 verður leikur hér í Skautahöllinni á milli Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur en liðin deila efsta sætinu á Íslandsmótinu, með jafn marga leiki og jafn mörg stig. Leikurinn í kvöld verður því um toppsætið og því má reikna með góðum leik. Lið Víkinga verður fullskipað, að undanskildum þjálfaranum Josh Gribben en hann mun verða upptekinn á reiðistjórnunarnámskeiði á vegum Íshokkísambandsins.
Af þeim sökum má reikna með því að liðið verði stillt á sjálfstýringu í kvöld en á þeirri stillingu landaði liðið nokkrum sigrum í fyrra.
Það er um að gera fyrir alla áhugamenn um íshokkí að koma í höllina í kvöld - hér er alltaf gott veður, 5 stiga hiti, logn og bjart.