Karfan er tóm.
Það er sannkölluð hokkíhelgi framundan í Skautahöllinni á Akureyri. Jötnar og Ynjur taka á móti Bjarnarfólki
á laugardag. Hokkíáhugafólk ætti ekki að láta þessa leiki framhjá sér fara. Á meðan þau eldri spila á Akureyri
verða yngstu iðkendurnir í eldlínunni syðra.
Mfl. karla: Jötnar - Björninn
Jötnar hafa verið iðnir við að safna stigum það sem af er keppnistímabili, eru nú í 3.-4. sæti ásamt Víkingum með 12 stig,
hafa unnið fjóra leiki og tapað tveimur. Þeir máttu játa sig sigraða gegn Húnum sl. þriðjudag (mynd: Sigurgeir Haraldsson).
Væntanlega má gera ráð fyrir að leikur þeirra gegn Birninum verði heldur erfiðari, en vonandi gengur okkar mönnum betur að finna færi og ná skotum á markið á morgun en í leiknum gegn Húnum.
Bjarnarmenn eru langefstir í deildinni með 17 stig, hafa unnið fimm leiki og einn að auki eftir framlengingu.
Leikur Jötna og Bjarnarins hefst kl. 16.30 á laugardag.
Tölfræði mfl. kk. (ÍHÍ)
Staðan, mfl. kk. (ÍHÍ)
Mfl. kvenna: Ynjur - Björninn
Strax að loknum karlaleiknum mætast Ynjur og Björninn í meistaraflokki kvenna. Þar má búast við hörkuleik á milli hins unga liðs Ynjanna
og Bjarnarins, sem átt hefur í nokkrum vandræðum í vetur þar sem markvörður liðsins og landsliðsmarkvörður Íslands,
Karítas Sif Halldórsdóttir, er í fríi og markvörður með mun minni reynslu en Karítas sem hefur leyst hana af.
Þessi lið mættust fyrir nokkru í Egilshöllinni og þá sigruðu Ynjur nokkuð auðveldlega, 1-10. Ynjur eru í 2. sæti í deildinni með 7 stig, hafa unnið tvo leiki, tapað einum í framlengingu og einum í venjulegum leiktíma. Björninn er í 3. sæti í deildinni með 6 stig, hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur. (Mynd: Elvar Freyr Pálsson, 24.01.2012).
Tölfræði mfl. kvk. (ÍHÍ)
Staðan, mfl. kvk. (ÍHÍ)
Yngstu iðkendurnir á suðurleið
Á meðan þau eldri berjast bið Bjarnarfólk hér heima verða yngstu iðkendurnir, 5., 6. og 7. flokkur, í eldlínunni í Egilshöllinni
þar sem fram fer helgarmót þessara flokka.
Það verður semsagt nóg um að vera fyrir hokkíáhugafólk, foreldra og leikmenn um helgina.