U18 LANDSLIÐ KVENNA HEFUR LEIK Í 4 NATIONS Í DAG

Íslenska U18 landslið kvenna í íshokkí tekur þátt í 4 Nations móti í Poznan í Póllandi nú yfir helgina. Mótið er alþjóðlegt æfingamót en auk Íslands eru þáttökuþjóðir Spánn, Bretland og Póland og er þetta í þriðja sinn sem liðið tekur þátt í þessu sterka móti. Ísland mætir heimaliðinu Póllandi í dag en leikurinn hefst kl. 15.00 á íslenskum tíma en öllum leikjunum verður streymt í gegnum facebook síðu Poznan hockey. Við eigum 13 fulltrúa í liðinu að þessu sinni sem við fylgjum stolt með og sendum hlýja strauma til liðsins alla leið til Póllands. Áfram Ísland!

Fulltrúar SA í landsliðinu:

  • Aníta Ósk Sævarsdóttir
  • Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir
  • Sveindís Marý Sveinsdóttir
  • María Guðrún Eiríksdóttir
  • Amanda Ýr Bjarnadóttir
  • Kolbrún Björnsdóttir
  • Inga Rakel Aradóttir
  • Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir
  • Arna Sigríður Gunnlaugsdóttir
  • Eyrun Arna Garðarsdóttir
  • Magdalena Sulova
  • Lara Mist Jóhannsdóttir
  • Heiðrún Helga Rúnarsdóttir

 

Dagskrá mótsins

Ísland – Pólland á föstudag kl. 15:00

Ísland – Bretland á laugardag kl. 12:00

Ísland - Spánn á sunnudag kl. 9:00