08.07.2009
Hér eru upplýsingar varðandi UMFÍ á föstudaginn og æfingar næstu daga!Hæ hæ!
Hér koma upplýsingar varðandi UMFÍ hátíðina á föstudaginn. Það er sem sagt mæting fyrir báða hópa á föstudaginn kl. 19 stundvíslega við Bogann. Þar mun snillingurinn hún Hóffa taka á móti ykkur og sjá til þess að þið farið á réttan stað. Munið að þið sem eruð í yngri hópnum eigið að koma í skautakjól/samfesting með hárið snyrtilegt í tagli, ekki laust og í íþróttaskóm því við verðum víst úti, þið getið að sjálfsögðu mætt í buxum yfir og peysu til að vera í áður en atriðið ykkar byrjar. Ekki gleyma að taka skautana ykkar með og leggja þá snyrtilega á "ferninginn" sem þið sýnið á. Þið sem eruð í "eldri" hópnum hafið væntanlega fengið nánari upplýsingar um ykkar atriði hjá Sigyn.
Annars þá er ég (Helga) að fara í smá ferðalag upp á fjöll og verð í burtu í viku. Á meðan mun systir mín Audrey taka ykkur í gegn og mun hún auglýsa æfingar hér á FB þegar nær dregur, það verður samt frí frá morgundeginum þar til eftir helgi og verða æfingar væntanlega aftur á mánudag eða þriðjudag.
Skemmtið ykkur allar vel og verið duglegar meðan ég er í burtu :)
Kv. Helga Margrét