Karfan er tóm.
Það er sannkölluð hokkíveisla framundan í höfuðborginni en karlalandsliðið leikur þrjá leiki í undankeppni Ólympíuleikanna á fimmtudag, föstudag og sunnudag. Mótherjar Íslands að þessu sinni eru Suður-Afríka, Búlgaría og Eistland. Það er frábært tækifæri fyrir hokkíunnendur að sjá landsliðið spila á heimavelli á aðventunni og því skulum við fjölmenna í höllina um helgina og hvetja okkar menn. Aðalþjálfari liðsins er Vladimi Kolek og honum til aðstoðar eru Jamie Dumont frá SA og Emil Alengard frá Fjölni.
Dagskráin er eftirfarandi:
Fimmtudagurinn 14. desember
15:30 Búlgaría - Eistland
19:00 Ísland - Suður Afríka
Föstudagurinn 15. desember
15:30 Eistland - Suður Afríka
19:00 Ísland - Búlgaría
Sunnudagurinn 17. desember
13:30 Suður Afríka - Búlgaría
17:00 Eistland - Ísland
Liðið hefur æft vel fyrir komandi átök og þjálfarnir hafa valið eftirtalda leikmenn í þetta verkefni og við í SA eigum þarna öfluga fulltrúa.
Miðar eru seldir á Tix.is og kostar dagspassi kr. 2.500 en einnig er hægt að kaupa passa á alla leikina á kr. 5.000 sem er gjöf en ekki gjald.